Um Gengi.is
The usual suspects.
Gengisupplýsingar
á svipstundu
Gengi.is er gengisreiknivél fyrir íslenska krónu þar sem þú getur nálgast nýjustu upplýsingar um gengi gjaldmiðla á fljótlegan og aðgengilegan hátt.
Vefurinn er sérstaklega hugsaður með hraða og snjallsíma í huga og er hannaður og framleiddur af Kolibri.
Gögnin
Gengið sem notað er í útreikninga er kreditkortagengi (Mastercard). Gengi.is ber ekki ábyrgð á villum sem upp kunna að koma við útreikning eða tæknilega útfærslu og er notkun vefappsins alfarið á ábyrgð notandans.
Hér eru nokkur góð ráð við notkun á Gengi.is
Reiknaðu með vefslóð
Hægt er að sækja gengisupplýsingar ákveðins gjaldmiðils með því að stimpla skammstöfun hans beint í vefslóðina.
Þannig má sækja gengi bandaríkjadals beint á slóðinni:
Einnig er hægt að slá inn upphæðir beint í vefslóðina og þannig má m.a. reikna út gengi 11,5 evra:
Bættu á heimaskjá
Ef þú vilt alltaf geta gripið í gengisreiknivélina þá mælum við með því að þú bætir Gengi.is á heimaskjáinn þinn á iPhone, Android eða Windows síma.
Skoðaðu leiðbeiningarnar:
iPhone, Android eða WindowsÉg sé nýtt útlit! Hvað er uppfært í útgáfu 2 af Gengi.is?
Nú þarf ekki samband
Núna þarf bara að heimsækja Gengi.is með netsambandi í eitt skipti og þá hlaðast inn nýjustu gengi dagsins.
Eftir það má slökkva á netsambandi og maður getur haldið áfram að reikna með gengisupplýsingunum sem hlóðust síðast inn. Sérstaklega þægilegt til að spara í gagnamagn erlendis.
Heimaskjárinn
Nú má sjá gengið beint á heimaskjá og þarf eingöngu að fara á undirsíður til að reikna út. Þá er einnig hægt að stilla heimaskjáinn með þeim myntum sem maður vill fylgjast með. Smelltu bara á „þrípunktinn“ og prófaðu að endurraða eða bæta við myntum.
Ógeðslega mikið af myntum!
Já, ógeðslega mikið! Nú má finna gríðarstórt úrval af myntum frá öllum hornum heimsins.
Þægilegri og öflugri útreikningur
Nú má slá inn í krónum eða erlendu myntinni á öllum undirsíðum. Þá er einnig að finna þar stórbætt og einfaldað lyklaborð sem leyfir að stimpla inn með kommum og er mun fljótara í hleðslu.
Meiri afköst, styttri bið, og minni gagnanotkun
Gengi.is hefur verið hraðað upp verulega með bættum kóða, daglegri hleðslu gagna í stað dýnamískrar, svg-grafíkur í stað icon fonta, sjálfhýstra fonta, o.m.fl.
Þá hefur gagnanotkun snarminnkað með því að hlaða gengið inn daglega í stað hvers skiptis.
Á hvaða tækni keyrir Gengi
– og af hverju?
Léttleiki
Til að öðlast þann léttleika sem við sóttumst eftir var ákveðið að notast ekki við neitt framework (t.d. AngularJS), eins lítið af pökkum og raunhæft og enga icon fonta.
Við notum manifest og localstorage og erum með REST-api sem forvinnur og minnkar gögnin eins og unnt er til að halda gagnaflutningum í algjöru lágmarki.
Forritun
Til að öðlast þá gagnvirkni sem við
sóttumst eftir að útfæra notum við:
ECMAScript 2015 (futureproofing),
Jade og Sass í stað HTML og CSS,
einnig notum við MomentJS, Swiftclick og Sortable
Kóðinn á bakvið verkefnið er aðgengilegur á github.
Gengi.is er tilraunaverkefni unnið af hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri þar sem hönnuðir, forritarar, og teymisþjálfarar starfa í teymum með viðskiptavinum með það að markmiði að bæta stafrænar viðskiptaupplifanir.
Úrvalsverkefni
Verkefnið er unnið í svokölluðum „úrvalstíma“ þar sem starfsfólk Kolibri leikur sér að læra. Í þessu tilfelli voru prófaðar nýjar og framúrstefnulegar aðferðir í þróun vefappa sem og fersk, létt, og aðgengileg nálgun í hönnun.
Viltu vita meira
Hafðu samband
Okkur finnst gaman að fá ábendingar, hrós, eða uppbyggilegt last ;)
Hér hefur eitthvað klikkað, afsakið það
Hvað er að gerast?
Fara heim